Aloe vera og ég

Ég er með þennann galla í líkamanum sem að kallast bakflæði. Búinn að vera með þetta í mörg ár og þurft að lifa með þessu. Fyrir mörgum árum fór ég til læknis og ætlaði að fá eitthvað við þessu, því að þetta háði mér á ýmsan máta, læknirinn lét mig hafa einhverja mixtúru sem að svo gagnaði ekki neitt, og ég varð bara að fara að lifa öðruvísi t.d. varð ég að hætta að drekka kaffi og minnka mikið gosneyslu því að þetta kom bara beint upp aftur ef ég passaði mig ekki. Læknirinn sagði mér líka að það væri líklega hægt að laga þetta með uppskurði, en tók það jafnframt fram að sá uppskurður væri mjög líkur hjartauppskurði svo að betra væri að vera alveg viss áður en ég ákvæði að fara í svona uppskurð. Ég hef ekki hugsað um að fara í svona uppskurð síðan þá, en það eru mörg ár síðan, og hef ég bara lært að lifa með þessu, þangað til núna fyrir tveimur mánuðum að ég kynntist Aloe vera fra LR health and beauty systems. Ég drekk núna 3svar á dag þennann djús og í stuttu máli, þá hefur bakflæðið ekki látið á sér kræla síðan ég byrjaði að taka djúsinn og ég er til og með byrjaður að drekka kaffi eins og í gamla daga. Líf mitt hefur algjörlega tekið stakkaskiptum á þessum tíma. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er gott að líða vel í maganum eftir áralanga þrautagöngu með ógleði og verkjum til dæmis eftir matmálstíma og kaffi. Núna vakna ég á morgnana og tek minn djús og er bara góður í maganum. Þetta hefur LR Aloe vera djúsinn gert fyrir mig, og svo er hann svo góður á bragðið, ólíkt mörgum öðrum sem að ég hef smakkað um ævina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Teitur og takk fyrir upplýsingarnar. Þú hefðir mátt láta fylgja með hvar þú færð þessa kraftaverkamixtúru.

Þórbergur Torfason, 23.11.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Teitur Guðnason

www.lrheimur.com  hér eru allar uppl.

kv. Teitur

Teitur Guðnason, 23.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Teitur Guðnason
Teitur Guðnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband